Mánaðarleg afborgun lánsins sem ég skráði inn á Aurbjörgu passar ekki við greiðsluseðilinn í bankanum / greiðslu lánsins þennan mánuðinn. Af hverju?
Húsnæðislánareiknivélin okkar er mjög öflug en hún reiknar afborganir ekki alveg upp á krónu. En það á ekki að muna mikið meira en ca. tvö til þrjú þúsund krónum á mánaðarlegum afborgunum milli Aurbjargar og greiðsluseðilsins þíns.
Ef það munar meiru er mikilvægt að kanna hvort eftirfarandi sé rétt skráð.
Fyrsti vaxtadagur: Er röng dagsetning er skrá á fyrsta vaxtadag, þá er útreikningur Aurbjargar ekki réttur. Jafnar greiðslur / Jafnar afborganir: Lán geta annað hvort verið með jöfnum afborgunum eða jöfnum greiðslum. Ef röng greiðslutegund er skráð, þá breytist útreikningurinn á afborguninni töluvert. Upplýsingar um þetta er að finna í bankaappi undir upplýsingum um lánið eða á nýjasta greiðsluseðli þess.
Núverandi eftirstöðvar: Hér er átt við stöðu á láninu eftir síðustu afborgun. Ef þetta er verðtryggt lán, þá þarf staðan að vera með verðbótum.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina