Munurinn á debetkorti og kreditkorti liggur aðallega í því hvernig greiðslurnar eru framkvæmdar og hvernig skuldfærslan fer fram.
Þegar þú notar debetkort er fjárhæðin tekin beint af bankareikningnum þínum. Þú getur því aðeins eytt því fé sem þú átt í boði á reikningnum. Þar sem þú átt peninginn sem er á debetkortinu þínu ert þú ekki að taka lán, það er því enginn vaxtakostnaður tengdur við notkun debetkortsins.
Þegar þú notar kreditkort ert þú í raun að taka lán frá kortafyrirtækinu eða bankanum. Þú borgar upp skuldina í lok mánaðarins eða samkvæmt samkomulagi. Upphæðin sem þú eyðir er því ekki skuldfærð strax af reikningnum þínum, heldur safnast upp skuld sem þú greiðir. Ef þú borgar ekki skuldina að fullu í lok greiðslutímabilsins, verða reiknaðir vextir af ógreiddri upphæð.
Kreditkort bjóða oft einnig upp á bónusa og ávinninga eins og punktasöfnun, t.d. Aukakrónur eða Icelandair saga punkta. Sem debetkort gera sjaldnast.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina