Endurfjármögnun húsnæðislána gengur út á að taka nýtt lán til að greiða upp það gamla, með hagstæðari skilmálum, eins og lægri vöxtum eða mánaðargreiðslum. Lánskjaravaktin hjá Aurbjörgu getur auðveldað þér að finna tækifæri til endurfjármögnunar. Þú skráir núverandi húsnæðislán og setur upp vaktina. Þannig getur þú fengið tilkynningar þegar betri kjör, hvort sem það eru lægri vextir eða mánaðargreiðslur, standa þér til boða. Þú getur einnig ákveðið hvaða vaxtategund, lánstegund og greiðsluskilmála Lánskjaravaktin á að fylgjast með, og tilgreint hvaða lánveitendur, eins og bankar eða lífeyrissjóðir, eiga að vera vaktaðir. Þegar betri kjör bjóðast, færð þú tilkynningu frá Aurbjörgu, og þá getur þú haft samband við viðeigandi lánveitanda og sótt um endurfjármögnun.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina