Að hverju þarf að huga við val á lífeyrissjóð?
Ef þú hefur val um lífeyrissjóð er gott að skoða nokkur atriði áður en þú tekur ákvörðun. Byrjaðu á því að ákveða hvort þú viljir greiða í í samtryggingarsjóð eða blandaðan sjóð ****en sá síðaarnefndi býður upp á val um að setja hluta skylduiðgjalda í séreign. Ef þú hefur ekki val um lífeyrissjóð vegna atvinnu og greiðir þar af leiðandi í samtryggingarsjóð getur þú í sumum tilvikum nýtt tilgreinda séreign, til að auka sveigjanleika í framtíðinni.
Einnig er gott að skoða hvernig sjóðurinn hefur staðið sig í ávöxtun, hvernig eignum sjóðsins er háttað og skipt. Áhugavert að skoða hversu margir virkir sjóðsfélagar eru í sjóðnum og hversu margir eru að fá greitt úr sjóðnum og sjá hvernig þær greiðslur skiptast upp í ellilífeyri, örorkubætur, barnalífeyri og makalífeyri. Að lokum má líta á heildarstöðu/tryggingafræðilega stöðu lífeyrissjóðsins og fá mynd af því hvort sjóðurinn sé í stakk búinn til að standa við skuldbindingar framtíðarinnar.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina