Hvaða lán er best fyrir mig?
Það er mjög persónubundið hvað hentar hverju og einu okkar. Sum okkar vilja bara eins lágar mánaðargreiðslur og hægt er. Önnur okkar vilja borga lánið eins hratt niður og hægt er til að spara vaxtakostnað. Þau lán sem eru með lægstum vaxtakostnaði út lánstímann eru óverðtryggð lán. En þau eru líka oft með hærri mánaðarlegri greiðslu. Verðtryggð lán eru hins vegar oft með lægri mánaðarlegri greiðslu en hærri heildarvaxtakostnaði út lánstímann því verðbætur verða til í hverjum mánuði og en eru ekki greiddar með mánaðarlegum afborgunum, heldur falla verðbæturnar á höfuðstól lánsins. Þá hækkar höfuðstóllinn í byrjun lánstímans og veldur því að vaxtagreiðslur aukast.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina