Hvar sæki ég upplýsingar um fasteignalán? Þarf ég svo að uppfæra þær upplýsingar?

Nauðsynlegar upplýsingar til að fylla út reitina hér færðu á síðasta greiðsluseðli lánsins þíns.
Þú finnur hann annaðhvort undir rafrænum skjölum í heimabankanum eða á mínu svæði lífeyrissjóðs ef um lífeyrissjóðslán er að ræða.


Mundu að uppfæra forsendur lánsins ef staðan breytist.
Ef þú greiðir inn á höfuðstólinn t.d. með umframgreiðslu eða með mánaðarlegum greiðslum viðbótarlífeyris þarft þú sjálf/ur að uppfæra núverandi eftirstöðvar á láninu.
Þú þarft ekki að uppfæra eftirstöðvar vegna verðbóta, reiknivélin sér sjálf um að bæta þeim við höfuðstólinn eftir þörfum.

Einnig er mikilvægt að uppfæra vaxtaprósentu ef hún breytist á lánstímanum og uppfæra allar forsendur lánsins ef endurfjármögnun á sér stað, til dæmis tegund láns, nýja vexti, höfuðstól og lánstíma. 


Veðstaður

Veðstaður er sú fasteign sem lánið þitt er á.
Ef þú ert að taka lán með veði í Skúlagötu 1, þá er Skúlagata 1 veðstaðurinn.


Fyrsti vaxtadagur

Fyrsti vaxtadagur er útgáfudagur lánsins. Fyrsti dagur sem það byrjaði að bera vexti. Ef lán er gefið út 20. maí 2010 og fyrsta afborgun er 1. júní 2010, þá er fyrsti vaxtadagur útgáfudagurinn 20. maí 2010.
Þessa tölu finnur þú á síðasta greiðsluseðli lánsins. 


Lánstími

Sá tími sem þú hyggst greiða lánið niður á. Skrá skal upphaflegan lánstíma. 


Upphafleg lánsfjárhæð

Sú upphæð sem þú tókst upphaflega lán fyrir. 


Núverandi eftirstöðvar

Sú upphæð sem lánið stendur í núna. Með verðbótum ef um verðtryggt lán er að ræða.



Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina