Hvað er grunnlán og hvað er viðbótarlán?

Búið til af Aurbjörg Aurbjargardóttir, Breytt Wed, 18 Sep kl 1:00 PM eftir Aurbjörg Aurbjargardóttir

Sumir lánveitendur bjóða bæði upp á grunnlán og viðbótarlán. Grunnlán nær venjulega yfir stærstan hluta kaupverðs fasteignar og getur farið upp í 50-85% af markaðsvirði eignarinnar, allt eftir lánveitanda. Grunnlán hafa oft hagstæðari kjör, með lægri vöxtum og lengri lánstíma, sem gerir þau þægilegri fyrir lántaka.


Viðbótarlán er tekið til að fjármagna þann hluta kaupverðsins sem grunnlánið nær ekki yfir. Ef grunnlánið dugar ekki til að fullfjármagna fasteignakaupin, getur kaupandi sótt um viðbótarlán til að brúa bilið. Þessi lán eru oft með hærri vöxtum og skemmri lánstíma en grunnlán, þar sem þau fela í sér meiri áhættu fyrir lánveitandann.

Þessi samsetning lánanna getur hjálpað kaupendum að fá fulla fjármögnun fyrir fasteign.


https://aurbjorg.is/samanburdur/husnaedislan

Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina