Hvað þýðir séreign?
Séreign er einstaklingsbundinn sparnaður sem er þín eign. Séreign er erfanleg og hegðar sér eins og sparnaður en ekki réttindasöfnun. Með réttindasöfnun er átt við greiðslu í samtryggingu. Hver upphæð sem lögð er inn í séreignarsparnað er ávöxtuð í formi hreinnar eignar og hægt að fá hana greidda út í pörtum, mánaðarlegum greiðslum eða færri greiðslum eftir tiltekinn aldur, oft 60 ára til 62 ára. Ef lífeyrisþegi á séreign vil andlát, þá erfist sú upphæð til lögerfingja. Til eru nokkrar tegundir séreignar, það er séreign í formi skyldusparnaðar, tilgreind séreign og viðbótalífeyrissparnaður.
Ókostur séreignar er að hún getur klárast og þá verða breytingar á lífeyri viðkomandi.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina