Samtrygging eða séreign?

Það er eðlismunur á þessu tvennu.

Samtrygging virkar eins og réttindasöfnun - eða trygging fyrir greiðslum þegar komið er á lífeyrisaldur. Með greiðslu í samtryggingu safnast upp réttindi yfir ævina og því meira sem greitt er í samtryggingu og yfir lengri tíma, því hærri verður greiðslan á mánuði þar til lífeyrisþegi fellur frá og einnig myndast hærri réttindastaða við veikindi og örorku

Ókostur samtryggingar er sá að heildarupphæð erfist ekki við fráfall. En tekið skal fram að sumir lífeyrissjóðir greiða makalífeyri og barnalífeyri við fráfall lífeyrissþega.

Séreign virkar eins og sparnaður. Hver upphæð sem lögð er inn í séreignarsparnað er síðan ávöxtuð í formi hreinnar eignar sem er svo hægt að fá greidda út í pörtum, mánaðarlegum greiðslum eða færri greiðslum eftir tiltekinn aldur, oft 60 ára til 62 ára. Ef lífeyrisþegi á séreign við andlát, þá erfist sú upphæð til lögerfingja.

Ókostur séreignar er sú að hún getur klárast og þá verða breytingar á lífeyri viðkomandi.

Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina