Hvað þýða áunnin lífeyrisréttindi?

Þegar þú greiðir í lífeyrissjóð ávinnur þú þér mikilvægar tryggingar sem veita fjárhagslegt öryggi fyrir þig og fjölskyldu þína. Lífeyrisréttindi skiptast í nokkrar tegundir, þar á meðal ellilífeyri sem greiddur er eftir starfslok og út ævina, örorkulífeyri ef þú missir starfsgetu vegna slyss eða veikinda, makalífeyri sem veittur er eftirlifandi maka við andlát sjóðfélaga, og barnalífeyri sem greiddur er vegna örorku eða andláts sjóðfélaga.

Þau réttindi sem þú ávinnur þér byggjast á svokölluðum réttindatöflum,  sem lífeyrissjóðir nota til að ákvarða hversu mikil réttindi einstaklingur fær fyrir iðgjöldin sín. Þessar töflur segja til um hvað þú færð í lífeyri miðað við iðgjöld og aldur, og þær hafa því bein áhrif á hversu háar greiðslur þú færð síðar meir. Réttindatöflur eru mismunandi milli sjóða, og getur það haft áhrif á samanburð og heildarréttindi eftir því hvaða sjóði þú greiðir í.

Þú getur fylgst með þínum réttindum með því að skrá þig inn á þínar síður lífeyrissjóðsins þíns með rafrænum skilríkjum. Þar færðu innsýn í uppsöfnuð réttindi og áætlaðar framtíðargreiðslur miðað við áframhaldandi greiðslur. Þessar áætlanir byggja á réttindatöflunum sem sjóðurinn notar hverju sinni. Ef þú hefur greitt í fleiri en einn sjóð geturðu fengið yfirsýn yfir þau réttindi með því að kalla eftir upplýsingum frá öðrum sjóðum í gegnum Lífeyrisgáttina.

Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina