Eru aðrir lánamöguleikar en eru taldir eru upp hér að ofan?

Búið til af Aurbjörg Aurbjargardóttir, Breytt Tue, 17 Sep kl 3:36 PM eftir Aurbjörg Aurbjargardóttir

Að ofan eru rafræn skammtímalán / neytendalán borin saman, en hér má finna dæmi um önnur skammtímalán sem ekki eru rafræn og einnig yfirdráttarlán.


Yfirdráttur

Yfirdráttur getur verið ódýrari lánamöguleiki en mörg skammtímalánin hér að ofan. Engin lántöku- eða greiðslugjöld fylgja yfirdráttarlánum. Vextir þeirra geta verið mismunandi (oft á bilinu 8-12%) eftir í hvaða vildarflokki (t.d. námsvild eða gullvild) þú ert í hjá þínum banka. Vegna þess er erfitt að bera þau saman á einfaldan hátt hér á síðunni. Lánsheimild þín er kölluð yfirdráttarheimild sem þú getur stillt innan ákveðinna marka sem geta farið eftir í hvaða vildarflokki þú ert í. Oft er hægt að breyta lánstíma á miðju lánstímabili með því að dreifa yfirdrættinum yfir fleiri eða færri mánuði. Nánari upplýsingar fást á heimasíðum lánveitenda. Þeir sem bjóða upp á yfirdrátt eru:

  • Arion banki
  • Íslandsbanki
  • Landsbankinn
  • Sparisjóðurinn

Skuldabréfalán (ekki rafræn)


Einnig er hægt að sækja um skuldabréfalán sem ekki eru afgreidd rafrænt. Þægindin eru því ekki þau sömu og það þarf að mæta í útibú til að ganga frá láni. Hinsvegar geta þau lán verið hagstæðari en sum af dýrari lánunum í samanburðinum að ofan. Þeir sem bjóða upp á skuldabréfalán eru: Sparisjóðurinn


https://aurbjorg.is/skammtimalanareiknivel

Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina