Erfist séreign?

Ekki öll lífeyrisréttindi eru erfanleg.

Séreign og viðbótarlífeyrissparnaður eru erfanlegar eignir. Það þýðir að ef lífeyrisþegi fellur frá áður en hann hefur tekið út inneignina, fer hún til lögerfingja samkvæmt erfðalögum. Sama gildir um tilgreinda séreign, en hún erfist að fullu og erfingjar fá þá uppsöfnuðu inneignina greidda út.

Samtrygging virkar öðruvísi. Þar er ekki verið að safna persónulegri inneign heldur byggja upp réttindi sem nýtast til æviloka og við ákveðin áföll. Þau réttindi sem safnast í samtryggingu eru því almennt ekki erfanleg inneign. Hins vegar geta aðtandendur átt rétt á greiðslum úr samtryggingarsjóðum eftir andlát sjóðfélaga, þar má nefna makalífeyri og barnalífeyri.

Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina