Hvernig get ég fundið besta sparnaðarreikninginn fyrir mínar þarfir?t

Búið til af Aurbjörg Aurbjargardóttir, Breytt Thu, 10 Okt kl 9:21 AM eftir Aurbjörg Aurbjargardóttir

Til að finna sparnaðarreikning sem hentar þínum þörfum er mikilvægt að hafa ýmsa þætti í huga. Byrjaðu á að ákveða hvort sparnaðurinn sé ætlaður til skamms eða langs tíma. Ertu að spara fyrir ákveðnu markmiði á næstunni, eða ertu að byggja upp í langtíma sparnað? Skammtíma sparnaður krefst yfirleitt sveigjanlegs reiknings með stuttum binditíma, en ef þú hyggst spara til lengri tíma getur reikningur með lengri binditíma boðið upp á hærri vexti. 


Þá er gott að íhuga hvort þú viljir velja verðtryggðan eða óverðtryggðan reikning. Verðtryggðir reikningar vernda sparnaðinn gegn verðbólgu, á meðan óverðtryggðir reikningar fylgja vaxtastigi markaðarins. Loks er mikilvægt að bera saman vaxtaprósentu sparnaðarreikninga. Háir vextir skipta miklu máli ef þú vilt hámarka ávöxtunina, sérstaklega ef sparnaðurinn er hugsaður til langs tíma.


Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina