Skoðunarmánuður ökutækis er ákvarðaður út frá síðasta tölustaf á númeraplötu ökutækisins. Einnig er límmiði á númeraplötunni sem gefur til kynna næsta skoðunarár.
Til dæmis, ef síðasti tölustafurinn er 5, ætti bíllinn að fara í skoðun í maí, þar sem það er fimmti mánuður ársins á því skoðunarári sem gefið er upp á númeraplötunni. Ef skráningarnúmerið endar á 0, ætti skoðunin að fara fram í október. Ef ökutæki er með einkanúmer sem endar á bókstaf, skal bíllinn skoðaður í maí, en ef einkanúmerið endar á tölustaf, þá ákvarðar sá tölustafur skoðunarmánuðinn. Fornökutæki, húsbifreiðar, ferðavagna og öll bifhjól hafa skoðunarmánuðinn maí á tilgreindu skoðunarári.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina