Lánskjaravaktin virkar á einfaldan og skilvirkan hátt til að hjálpa þér að finna betri lánamöguleika. Fyrsta skrefið er að kaupa áskrift að Aurbjörgu, sem veitir þér fullan aðgang að Lánskjaravaktinni. Næst skráir þú inn þína fasteign og í kjölfarið húsnæðislánin þín með nákvæmum upplýsingum. Eftir að lánið hefur verið skráð, fylgist Lánskjaravaktin stöðugt með lánamarkaðnum fyrir þig og ber saman kjör frá mismunandi lánastofnunum og færð tilkynningu þegar betri kjör bjóðast. Þú getur stillt þína Lánskjaravakt og valið að fá tilkynningu þegar þér bjóðast annað hvort lægri vextir eða lægri mánaðargreiðslur. Einnig er hægt að velja hvaða vaxtategund, lánsform og greiðslutegund á að vakta og að lokum stillir þú hvaða banka, sparisjóði eða lífeyrissjóði Lánskjaravaktin á að fylgjast með.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina