Hvað er græn orka og hverjir selja græna orku?

Búið til af Aurbjörg Aurbjargardóttir, Breytt Tue, 17 Sep kl 3:41 PM eftir Aurbjörg Aurbjargardóttir

Nær öll framleidd orka á Íslandi er endurnýjanleg og þar af leiðandi græn. Hins vegar geta íslensku orku fyrirtækin selt svokallaðar upprunaábyrgðir til annarra landa en fyrirtæki í þeim löndum geta þá sagst vera að nota endurnýjanlega orku. Í staðinn þurfa þessi íslensku orkufyrirtæki að flytja inn orku frá því landi og því getur orkugjafar eins og kjarnorku og kol verið skráð á Ísland.


Í samanburðinum að ofan sést hvaða raforkusalar hafa gefið út sértæka yfirlýsingu um að þeir noti 100% endurnýjanlega orku og selja ekki upprunaábyrgðir til annarra landa (merkt með tveimur laufblöðum) þannig að kjarnorka og kol skráist ekki á reikninga frá orkufyrirtækinu.


Öll orkufyrirtækin veita 100% endurnýjanlega orku á smásölumarkaði en sum fyrirtækin selja einnig til stóriðju og ef upprunaábyrgðir eru seldar á þeim markaði er viðkomandi fyrirtæki merkt með einu laufblaði.


Hér að neðan má sjá yfirlit yfir uppruna raforku hjá öllum íslensku raforkufyrirtækjunum árið 2017 þar sem sést að mikið af óendurnýjanlegri orku er skráð hér á landi (mynd er fengin af heimasíðu Orkustofnunar).


https://aurbjorg.is/samanburdur/rafmagn

Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina