Hvað er viðbótarlífeyrissparnaður? (séreignasparnaður)

Viðbótarlífeyrissparnaður er ein tegund séreignar og er valfrjáls aðferð til að hækka lífeyrissgreiðslur og geta notið lífeyrisáranna betur. Viðbótarlífeyrissparnaðurinn bætist ofan á skyldusparnaðinn þinn.

Viðbótarlífeyrissparnaður virkar á þann hátt að þú greiðir, eftir þínu vali, annað hvort 2% eða 4% af launum þínum í viðbótarlífeyrissparnað og atvinnurekanda er þá skylt að greiða 2% á móti þinni greiðslu.

Þessi upphæð fer ekki í réttindasöfnun í samtryggingu, heldur tekur sá vörsluaðili (banki eða lífeyrissjóður) þessa upphæð og ávaxtar hana fyrir þig eins og um sparnaðarreikning sé að ræða. Þú getur alltaf séð hve háa upphæð þú átt í viðbótarlífeyrissparnaði og þú getur valið hvernig hann greiðist út. Sparnaðinn er hægt að taka út við 60 ára aldur í einu lagi eða á lengri tíma og er að fullu til lögerfingja.

Viðbótarlífeyrisgreiðslur eru skattfrjálsar þar til kemur að útgreiðslu og tekið skal sérstaklega fram að þegar viðbótarlífeyrissparnaður er tekinn út, skerðir hann ekki greiðslur frá Tryggingastofnun Ríkisins.

Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina