Hvernig koma Almannatryggingar(Tryggingastofnun ríkisins) inn í lífeyrismálin?
Almannatryggingar tryggja lágmarksframfærslu á eftirlaunaárunum ef lífeyrir úr lífeyrissjóðum duga ekki. Tryggingastofnun sér um að greiða út þessar bætur.
Þetta á við um alla sem hafa náð 67 ára aldri og hafa búið á Íslandi í að minnsta kosti 3 ár á aldrinum 16–67 ára. Full réttindi byggjast þó á 40 ára búsetu – ef búsetutíminn er styttri, lækka réttindin í hlutfalli við það. Ef þú byrjar að taka lífeyri áður en þú verður 67 ára, skerðast greiðslurnar.
Tryggingastofnun býður upp á ýmsar greiðslur og uppbætur. Auk hefðbundins ellilífeyris geta lífeyrisþegar átt rétt á heimilisuppbót ef þeir búa einir, viðbótarstuðningi fyrir þá sem hafa takmörkuð réttindi, bílauppbót ef rekstur bifreiðar er nauðsynlegur, auk orlofs- og desemberuppbótar.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina