Hvað gerist við lífeyrisréttindi mín ef ég flyt á milli landa?

Einungis er hægt að fá lífeyrisiðgjöld endurgreidd við brottflutning til eða frá Íslandi ef ekki er til staðar milliríkjasamningur. Ísland er með slíka samninga við yfir 30 ríki. Þeir sem eru með ríkisborgararétt í einu af þessum samningsríkjum geta því ekki fengið iðgjöld endurgreidd við flutning.

Íbúar á Íslandi sem eiga möguleg lífeyrisréttindi í eitthvað af milliríkjalöndunum sækja um þau í gegnum Tryggingastofnun Íslands. Hún sendir umsóknir áfram til viðeigandi stofnunar erlendis og sér um samskipti við þá stofnun.

Ef þú flytur frá Íslandi til annars lands heldurðu öllum þeim lífeyrisréttindum sem þú hefur áunnið þér hér. Þú munt því eiga rétt á lífeyrisgreiðslum frá íslenskum lífeyrissjóðum þegar þú nærð lífeyrisaldri, óháð því hvar þú býrð. Hins vegar getur réttur til svokallaðs framreiknings á örorku- og barnalífeyri fallið niður eitt ár eftir að flutningur á sér stað. Ef iðgjaldagreiðslur hefjast að nýju, getur tekið allt að sex mánuði að virkja þessi réttindi aftur. Sama á við ef þú hættir tímabundið að greiða í lífeyrissjóð, t.d. vegna náms. Í slíkum tilvikum getur verið skynsamlegt að skoða viðbótatryggingar.

Ef þú vinnur í öðru landi fer það eftir lögum þar í landi hvort þú þarft að greiða í lífeyrissjóð þar. Mikilvægt er að kynna sér reglur dvalarlandsins vel. Ef þú starfar í öðru landi er hægt að greiða í íslenskan lífeyrissjóð en vegna skattareglna borgar það sig almennt ekki. Á Íslandi er iðgjald frádráttarbært frá skatti og tekjuskattur greiddur við útgreiðslu lífeyris. Því er ákveðin hætta á tvísköttun.

Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina