Hvað er Tilgreind séreign?
Tilgreind séreign er valfrjáls séreign. Samkvæmt lögum á sjóðsfélagi rétt á því að ráðstafa 3,5% af heildariðgjaldi sínu í tilgreinda séreign.
Tilgreind séreign veitir þeim sem ekki geta valið sér lífeyrissjóð ákveðið frelsi til að hafa áhrif á ráðstöfun lífeyrisgreiðslna sinna og setja meira af skylduiðgjaldi sínu í séreign. Hún er ekki viðbót við lífeyrissparnaðinn heldur felur tilgreinda séreignin í sér minnkun á samtryggingu. Það dregur úr réttindastöðu við starfslok, fráfall, veikindi eða örorku, en getur aukið hag og sveigjanleika við starfslok á hinn boginn.
Ef við tökum dæmi, þá er skylduiðgjald vegna lífeyrissparnaðar 15,5%. Það er hægt að óska eftir því að 3,5% af þeirri upphæð verði tilgreind séreign og þá hegðar hún sér eins og viðbótarlífeyrissparnaður og birtist sem upphæð en ekki réttindi. Tilgreinda séreign má byrja að taka út við 62 ára aldur, ólíkt viðbótarlífeyrissparnaði sem má byrja að taka út um sextugt.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina