Hvort á maður að velja samtryggingu eða blandaða leið?

Samtrygging þýðir að allt lífeyrisiðgjaldið þitt fer í samtryggingarsjóð. Þar safnast upp réttindi yfir ævina sem tryggja greiðslur á lífeyrisaldri. Því meira og lengur sem þú greiðir inn, því hærri verða mánaðarlegar greiðslur til æviloka. Samtrygging veitir einnig vernd við veikindi og örorku, og við fráfall geta maki og börn átt rétt á greiðslum.

kostir og gallar:

Kostir samtryggingar eru ævilangur lífeyrir og öryggi, jafnvel þó þú lifir lengi. Þú færð tryggingarvernd og aðstandendur geta fengið bætur við fráfall.

Galli samtryggingar er að þú safnar ekki persónulegri inneign sem erfist, og lífeyririnn ræðst ekki af sparnaði heldur réttindum. Þú hefur hvorki stjórn á ráðstöfun iðgjalda né úttektum.

Í blandaðri leið skiptist lífeyrisiðgjaldið, hluti fer í samtryggingu og hluti í séreign. Séreign virkar eins og persónulegur sparnaður sem er ávaxtaður og greiðist út síðar, oft frá 60 ára aldri. Þú getur fengið hana greidda í einu lagi eða í mánaðarlegum greiðslum. Ef lífeyrisþegi fellur frá, erfist inneignin að fullu.

kostir og gallar:

Kosturinn við blandaða leið er að hún sameinar öryggi samtryggingar og sveigjanleika séreignar. Þú átt séreignina sjálfur, getur ráðstafað henni frjálst og hún erfist. Hún býður einnig upp á sveigjanlegri starfslok.

Galli leiðarinnar er að minni hluti fer í samtryggingu, sem dregur úr réttindum vegna örorku, veikinda eða andláts. Einnig getur séreignin klárast með tímanum og þú berð ábyrgð á ávöxtun og úttekt.

Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina