Get ég notað séreign við kaup á fyrstu íbúð?
Fyrstu kaupendur geta notað sinn viðbótarlífeyrissparnað til aðstoðar við kaup á fyrstu fasteign skattfrjálst. Hægt er að fá útborgaðan þann sparnað sem hefur safnast upp til útborgunar en einnig er hægt að láta mánaðarlegar greiðslur úr sparnaðarins renna beint inn á íbúðarlán. Þetta getur gert fasteignakaup auðveldari.
Þegar þú nýtir viðbótarlífeyrissparnað til fyrstu íbúðarkaupa getur þú fengið útgreiddann uppsafnaðan sparnað frá þeim degi sem þú velur sem upphafsdag og fram að íbúðarkaupum. Þú mátt velja upphafsdag allt að 10 ár aftur í tímann og fyrir hvert ár á því tímabili má nýta að hámarki 500.000 kr. fyrir hvert ár af 10 ára tímabilinu.
Eftir að kaupsamningur er undirritaður getur þú byrjað að nota mánaðarlegu viðbótarlífeyrissparnaðargreiðslurnar til að greiða inn á húsnæðislán. Þessar mánaðarlegu greiðslur halda áfram þar til 10 ára tímabilinu lýkur. Þetta 10 ára tímabil miðast við þann dag sem þú valdir sem upphafsdag fyrir úttektina á uppsöfnuðum sparnaði til að byrja með, tímabilið nær því bæði yfir útgreiðslu uppsafnaðs sparnaðar (fyrir kaup) og mánaðarlegar greiðslur eftir kaup.
Þegar um mánaðarlega greiðslur inn á lán er að ræða má að hámarki nýta 500.000kr. á ári en 750.000kr. fyrir hjón og einstaklinga sem uppfylla skilyrði til samsköttunar. Alltaf er hægt að breyta því á hvaða lán greiðslan á að berast, t.d. ef þú ert með fleiri en eitt lán, kaupir nýja íbúð eða endurfjármagnar lánið þitt.
Ef þú hefur sett hluta af skylduiðgjaldinu þínu í tilgreinda séreign (allt að 3,5% af heildariðgjaldi), getur sú inneign einnig nýst til fyrstu íbúðarkaupa, svo lengi sem þú hefur ekki þegar nýtt hámarkið með viðbótarlífeyrissparnaði.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina