Hvað eru Icelandair vildarpunktar og hvernig safna ég þeim með kortanotkun?

Icelandair vildarpunktar eru hluti af vildarkerfi Icelandair sem veitir farþegum umbun fyrir flug og kortanotkun. Þú getur safnað Vildarpunktum með því að nota kreditkort í samstarfi við Icelandair, eins og frá Íslandsbanka eða Arion Banka. Með hverri kortafærslu safnast ákveðið hlutfall af upphæðinni sem vildarpunktar. Allt frá 3 til 12 punktum per 1.000 kr. 


Auk kortanotkunar getur þú einnig safnað Vildarpunktum með því að fljúga með Icelandair eða samstarfsflugfélögum. Þegar þú hefur safnað nógu mörgum punktum, getur þú nýtt þá til að kaupa flugmiða, greiða hluta af fargjaldi eða uppfæra flugmiða í Saga Class. Vildarpunktar nýtast einnig til afslátta af hótelum, bílaleigum og hjá öðrum samstarfsaðilum Icelandair. Þetta gerir Vildarpunktakerfið að frábærri leið til að fá ferðatengda umbun fyrir daglega kortanotkun. 


Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina