Hvaða gjöld fylgja debetkortum?

Búið til af Aurbjörg Aurbjargardóttir, Breytt Thu, 10 Okt kl 9:27 AM eftir Aurbjörg Aurbjargardóttir

Debetkort geta haft ýmis gjöld tengd notkun, bæði innanlands og erlendis. Fyrst má nefna árgjald, sem sumir bankar rukka fyrir að halda kortinu virku. Þá geta úttektargjöld úr hraðbanka komið til þegar þú tekur reiðufé úr hraðbönkum annarra banka en þíns eigins.


Sumir bankar og kortafyrirtæki bæta við færslugjaldi fyrir hverja einustu færslu. Oft fylgja nokkrar fríar færslur á ári, en þegar þær eru uppurnar geta færslugjöld, sem geta verið allt að 19 krónur á færslu, bæst við. Þó eru til bankar sem rukka ekki færslugjöld á debetkortum sínum.


Ef þú notar kortið erlendis er einnig mikilvægt að hafa í huga gengismun, þar sem 1-2,5% álag er bætt við gjaldmiðilsbreytingar þegar þú notar kortið í öðrum gjaldmiðli. Þetta getur haft áhrif á heildarkostnað við notkun kortsins utanlands. 


Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina